Fótbolti

Sabella: Messi er hamingjusamur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Þó svo að Cristiano Ronaldo segist vera óhamingjusamur hjá Real Madrid er Lionel Messi í skýjunum, bæði með félasgliði sínu og landsliði.

Messi hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliði sínu og nú loksins er honum farið að ganga vel með landsliðinu líka.

Hann skoraði eitt mark í 3-1 sigri Argentínu á Paragvæ um helgina en það var glæsilegt mark - beint úr aukaspyrnu. Hann hefur nú skorað tíu mörk í síðustu sex landsleikjum.

„Messi er hamingjusamur," sagði landsliðsþjálfarinn Alejandro Seballa. „Hann er upp á sitt allra besta og sýnir það á vellinum. Þegar honum líður svona vel er vel mögulegt að hann eigi eftir að veita okkur margar fleiri ánægjustundir."

Sjálfur var Messi búinn að lýsa því hversu ánægður hann er nú í landsliðinu. „Það er ótrúlegt að fá svona jákvæð viðbrögð frá stuðningsmönnunum," sagði Messi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×