Innlent

Smjörþefur af sveitalífinu

BBI skrifar
Ábúendur að Garði í Eyjafjarðarsveit tóku sig til í sumar og settu saman myndband sem sýnir heyskapinn á búinu. Myndbandið á að kynna sveitalífið fyrir þeim sem ekki þekkja til.

Í myndbandinu er farið yfir slátt, bindingu, pökkun og hirðingu rúllu- og ferbagga, auk stæðugerðar. Þeir sem vilja finna smjörþefinn af sveitalífinu geta séð myndbandið á tenglinum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×