Enski boltinn

Carrick líklega í miðvarðarstöðunni í kvöld

Carrick verður væntanlega í vörninni í kvöld.
Carrick verður væntanlega í vörninni í kvöld.
Það eru talsverð meiðslavandræði á liði Man. Utd fyrir leikinn gegn Everton í kvöld en United vantar fjóra miðverði í hópinn.

Góðu fréttirnar eru þær að Nemanja Vidic er klár í bátana en þeir Rio Ferdinand, Chris Smalling, Phil Jones og Jonny Evans eru allir meiddir.

Þess vegna má fastlega gera ráð fyrir því að Michael Carrick verði við hlið Vidic í miðri vörn United í kvöld.

Darron Gibson mun líklega ekki geta leikið með Everton gegn sínu gamla félagi en hann er tæpur vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×