Eigendur Man. City virðast ætla að verða við óskum stjórans, Roberto Mancini, um nýja leikmenn því félagið er nú í viðræðum við Fiorentina um að kaupa Stevan Jovetic.
City er til í að greiða tæplega 24 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla framherja.
Jovetic hefur verið í herbúðum Fiorentina síðan 2008 er hann kom frá Partizan Belgrad. Hann hefur verið sterklega orðaður við önnur félög í allt sumar.
Sjálfur vill hann komast frá Fiorentina í sterkara félag en forráðamenn Fiorentina hafa ekki viljað sleppa honum hingað til.
Man. City reynir að kaupa Jovetic

Mest lesið


Son verður sá dýrasti í sögunni
Enski boltinn


„Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“
Íslenski boltinn

„Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“
Körfubolti

Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak
Enski boltinn



