Enski boltinn

Alex Song orðinn leikmaður Barcelona - Arsenal fær 15 milljónir punda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Song.
Alex Song. Mynd/Nordic Photos/Getty
Barcelona er búið að ganga frá kaupum á miðjumanninum Alex Song frá Arsenal en Kamrerúnmaðurinn kostar spænska félagið 15 milljónir punda. Song, sem er 24 ára gamall, er búinn að skrifa undir fimm ára samning við Barcelona.

Á sama tíma er Arsenal langt komið með að ganga frá lánsamingi fyrir Nuri Sahin hjá Real Madrid en hann er 23 ára miðjumaður sem hefur ekki fengið mikið að spila hjá Jose Mourinho.

Alex Song tók ekki þátt í markalausu jafntefli Arsenal og Sunderland í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en eftir leikinn tilkynnti Arsenal að félagið væri búið að ná samkomulagi við Barcelona.

Alex Song átti tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal en hann kom til liðsins þegar hann var aðeins 17 ára gamall. Arsenal borgaði á sínum tíma 2,75 milljónir punda fyrir leikmanninn og hann lék yfir 200 leiki fyrir Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×