Ákærðir fyrir grófa árás í Breiðholti Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. ágúst 2012 10:44 Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa ráðist inn á heimili karlmanns á sjötugsaldri í efra Breiðholti aðfaranótt 6. júlí síðastliðinn, og halda honum í tæpar átta klukkustundir, beita hann ofbeldi og hóta honum líkamsmeiðingum og lífláti í því skyni að ná af honum verðmætum. Samkvæmt ákæruskjali ýttu þeir manninum í stól í stofu íbúðarinnar og bundu hann við stólinn með límbandi. Annar mannanna beindi haglabyssu í eigu fórnarlambsins að höfði hans og skipaði honum að skrifa undir skjal þess efnis að hann skuldaði þeim fjármuni. Næst leystu þeir manninn og skipuðu honum að millifæra peninga á bankareikning þeirra í gegnum heimabanka en fórnarlambinu tókst ekki að tengjast Internetinu. Þá færðu þeir manninn inn á baðherbergi íbúðarinnar þar sem annar mannanna ýtti fórnarlambinu ofan í baðkar, batt hann á höndum og fótum með rafmagnssnúru sem hann festi við blöndunartæki, tróð tusku upp í munn hans og setti límband fyrir munninn.Þriðji maðurinn starfaði með þeim Þeir neyddu svo fórnarlambið til að gefa upp leyninúmer á debetkorti og ógnaði annar mannanna honum með tréstaf. Þá hótuðu þeir honum lífláti og líkamsmeiðingum ef hann léti lögreglu vita. Þá neyddu þeir manninn til að millifæra rúmar 450 þúsund krónur inn á reikning annars mannsins. þá afhentu mennirnir þriðja manninum, sem ekki er vitað hver er, 32" sjónvarp í eigu fórnarlambsins og höfðu á brott með sér 22" tölvuskjá, lítið kassettutæki, ullarteppi, seðlaveski með 10-15 þúsund krónum, strætómiðum og debetkorti, auk þess sem þeir söfnuðu saman ýmsum verðmætum í íbúð mannsins og gerðu tilraun til að hafa á brott með sér. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum fóru vinnufélagar mannsins sem varð fyrir árásinni heim til hans, eftir að vinnudagur hófst. Það var ekki fyrr en þá að árásarmennirnir flúðu. Mennirnir hafa báðir setið í gæsluvarðhaldi frá því að þeir voru handteknir eða í um sex vikur. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa ráðist inn á heimili karlmanns á sjötugsaldri í efra Breiðholti aðfaranótt 6. júlí síðastliðinn, og halda honum í tæpar átta klukkustundir, beita hann ofbeldi og hóta honum líkamsmeiðingum og lífláti í því skyni að ná af honum verðmætum. Samkvæmt ákæruskjali ýttu þeir manninum í stól í stofu íbúðarinnar og bundu hann við stólinn með límbandi. Annar mannanna beindi haglabyssu í eigu fórnarlambsins að höfði hans og skipaði honum að skrifa undir skjal þess efnis að hann skuldaði þeim fjármuni. Næst leystu þeir manninn og skipuðu honum að millifæra peninga á bankareikning þeirra í gegnum heimabanka en fórnarlambinu tókst ekki að tengjast Internetinu. Þá færðu þeir manninn inn á baðherbergi íbúðarinnar þar sem annar mannanna ýtti fórnarlambinu ofan í baðkar, batt hann á höndum og fótum með rafmagnssnúru sem hann festi við blöndunartæki, tróð tusku upp í munn hans og setti límband fyrir munninn.Þriðji maðurinn starfaði með þeim Þeir neyddu svo fórnarlambið til að gefa upp leyninúmer á debetkorti og ógnaði annar mannanna honum með tréstaf. Þá hótuðu þeir honum lífláti og líkamsmeiðingum ef hann léti lögreglu vita. Þá neyddu þeir manninn til að millifæra rúmar 450 þúsund krónur inn á reikning annars mannsins. þá afhentu mennirnir þriðja manninum, sem ekki er vitað hver er, 32" sjónvarp í eigu fórnarlambsins og höfðu á brott með sér 22" tölvuskjá, lítið kassettutæki, ullarteppi, seðlaveski með 10-15 þúsund krónum, strætómiðum og debetkorti, auk þess sem þeir söfnuðu saman ýmsum verðmætum í íbúð mannsins og gerðu tilraun til að hafa á brott með sér. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum fóru vinnufélagar mannsins sem varð fyrir árásinni heim til hans, eftir að vinnudagur hófst. Það var ekki fyrr en þá að árásarmennirnir flúðu. Mennirnir hafa báðir setið í gæsluvarðhaldi frá því að þeir voru handteknir eða í um sex vikur.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira