Hvað skal gera ef barnið kemur að innbroti á heimili sínu 23. ágúst 2012 11:58 Sjóvá hefur gefið út leiðbeiningar fyrir foreldra og börn varðandi atriði eins og þjófnað, öryggi fatnaðar og fleira. Það er Fjóla Guðjónsdóttir, forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá sem bendir á nokkur góð ráð nú í skólabyrjun. Hér fyrir neðan má kynna sér ráðin. Er leiðin í skólann örugg? • Gakktu með barninu í skólann og kenndu því að fara öruggustu leiðina. • Farðu yfir umferðarreglurnar með barninu. • Talaðu við barnið um hugsanlegar hættur á leiðinni. • Ef barnið þarf að fara yfir götu þá þarf að kenna því að gera það á öruggan hátt. • Talaðu við barnið þitt um hvar má fara yfir götu. • Legðu að barninu að fara yfir götu á gangbrautum og nota umferðarljós. • Mundu að yngri börn geta ekki metið umferðarhraða á sama hátt og fullorðnir. Þau misreikna því fjarlægðir og er hættara við að lenda í slysum. Hvernig fer barnið í skólann? • Kannaðu hvort barnið megi koma í skólann á reiðhjóli og hvort nota megi hjól á skólalóðinni. • Ítrekaðu fyrir barninu að hjóla á gangstígum, ekki götunni. • Samkvæmt lögum þá eiga börn að nota hjálm á reiðhjólum þar til þau eru 15 ára. • Farðu yfir ástand hjálmsins og stilltu hann vel á höfuð barnsins. • Á www.sjova.is er að finna upplýsingar um rétta stillingu reiðhjólahjálma. • Minntu barnið á að læsa hjólinu. • Reiðhjól eiga að vera útbúin með ljósi að framan og með gliti að aftan. • Þú sem foreldri verður að stjórna því að börn séu ekki að fara á reiðhjólum í skólann þegar myrkur er á morgnana og allra veðra er von. • Ef þú ekur barninu í skólann, passaðu þig þá á að setja það út við gangstétt eða göngustíg, ekki á miðju bílaplani eða út í umferð. • Notaðu alltaf viðeigandi öryggisbúnað sem hentar þyngd og stærð barnsins þegar farið er í bíl í skólann, líka þótt vegalengdin sé stutt. Endurskinsmerki og fatnaður • Saumaðu, límdu eða festu endurskinsmerki í jakka, úlpur og skólatöskur barna þinna ef slíkt er ekki til staðar. • Farðu yfir það reglulega yfir veturinn hvort endurskinsmerkin séu á sínum stað. • Fjarlægðu allar reimar og lykkjur úr fatnaði barna, sérstaklega ef slíkt er í hálsmáli fatnaðar. • Styttið böndin í léttum bakpokum og brýnið fyrir börnum að vefja þeim ekki um hálsinn á sér. SKÓLINN BYRJAR- Lyklabörn • Geymdu aukalykla hjá nágrönnum eða bekkjarfélögum ef það er hægt. • Farðu yfir það með barninu hvað það á að gera ef það gleymir lyklum og er læst úti. · Aldrei má geyma lykla undir mottunni · Brýndu fyrir börnum og unglingum á heimilinu að loka vel gluggum þegar farið er að heiman. Innbrot – hvað á barnið þitt að gera Mörg börn koma heim á undan öðrum í fjölskyldunni og því skiptir máli að kenna þeim rétt viðbrögð ef þau telja að brotist hafi verið inn heima hjá ykkur. • Ekki fara inn ef þú kemur heim og gluggi er brotinn eða útidyrahurðin opin og þú veist að enginn á að vera heima. Haltu ró þinni, ekki leika hetju, þú veist ekki hversu margir þjófarnir eru eða í hvaða ástandi þeir eru. • Hringdu á hjálp ef þú ert með síma. • Það er alltaf hægt að hringja í 1-1-2, líka þegar þú átt ekki inneign. • Ef þú ert ekki með síma farðu þá til nágrannans eða vinar og biddu hann að hringja á lögregluna eða aðstoða þig. • Ef þú sérð bíl eða manneskju fara af vettvangi reyndu þá að taka niður númer bílsins og/eða leggja á minnið útlit bíls eða einstaklings, jafnvel taka mynd á símann. Reglur um útivistartíma 1. september til 1. maí. • Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. • Börn á aldrinum 13 til 16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.00 nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. • Börnum yngri en 14 ára er ekki heimill aðgangur að leiktækjastöðum nema í fylgd með forráðamönnum. Þjófnaðir Sjóvá minnir foreldra og forráðamenn barna á að verðmæti eins og iPod og fartölvur fást sjaldan að fullu bætt sé þeim stolið úr skólanum. • Brýnið fyrir börnum að gæta vel að verðmætum ef þau eru tekin með í skólann. • Ekki er ráðlagt að geyma síma eða iPod í úlpum á gangi eða í ólæstum hirslum. • Skólar tryggja almennt ekki persónulegan búnað nemenda á borð við fartölvur. • Hægt er að kaupa sérstaka fartölvutryggingu. Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Sjóvá hefur gefið út leiðbeiningar fyrir foreldra og börn varðandi atriði eins og þjófnað, öryggi fatnaðar og fleira. Það er Fjóla Guðjónsdóttir, forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá sem bendir á nokkur góð ráð nú í skólabyrjun. Hér fyrir neðan má kynna sér ráðin. Er leiðin í skólann örugg? • Gakktu með barninu í skólann og kenndu því að fara öruggustu leiðina. • Farðu yfir umferðarreglurnar með barninu. • Talaðu við barnið um hugsanlegar hættur á leiðinni. • Ef barnið þarf að fara yfir götu þá þarf að kenna því að gera það á öruggan hátt. • Talaðu við barnið þitt um hvar má fara yfir götu. • Legðu að barninu að fara yfir götu á gangbrautum og nota umferðarljós. • Mundu að yngri börn geta ekki metið umferðarhraða á sama hátt og fullorðnir. Þau misreikna því fjarlægðir og er hættara við að lenda í slysum. Hvernig fer barnið í skólann? • Kannaðu hvort barnið megi koma í skólann á reiðhjóli og hvort nota megi hjól á skólalóðinni. • Ítrekaðu fyrir barninu að hjóla á gangstígum, ekki götunni. • Samkvæmt lögum þá eiga börn að nota hjálm á reiðhjólum þar til þau eru 15 ára. • Farðu yfir ástand hjálmsins og stilltu hann vel á höfuð barnsins. • Á www.sjova.is er að finna upplýsingar um rétta stillingu reiðhjólahjálma. • Minntu barnið á að læsa hjólinu. • Reiðhjól eiga að vera útbúin með ljósi að framan og með gliti að aftan. • Þú sem foreldri verður að stjórna því að börn séu ekki að fara á reiðhjólum í skólann þegar myrkur er á morgnana og allra veðra er von. • Ef þú ekur barninu í skólann, passaðu þig þá á að setja það út við gangstétt eða göngustíg, ekki á miðju bílaplani eða út í umferð. • Notaðu alltaf viðeigandi öryggisbúnað sem hentar þyngd og stærð barnsins þegar farið er í bíl í skólann, líka þótt vegalengdin sé stutt. Endurskinsmerki og fatnaður • Saumaðu, límdu eða festu endurskinsmerki í jakka, úlpur og skólatöskur barna þinna ef slíkt er ekki til staðar. • Farðu yfir það reglulega yfir veturinn hvort endurskinsmerkin séu á sínum stað. • Fjarlægðu allar reimar og lykkjur úr fatnaði barna, sérstaklega ef slíkt er í hálsmáli fatnaðar. • Styttið böndin í léttum bakpokum og brýnið fyrir börnum að vefja þeim ekki um hálsinn á sér. SKÓLINN BYRJAR- Lyklabörn • Geymdu aukalykla hjá nágrönnum eða bekkjarfélögum ef það er hægt. • Farðu yfir það með barninu hvað það á að gera ef það gleymir lyklum og er læst úti. · Aldrei má geyma lykla undir mottunni · Brýndu fyrir börnum og unglingum á heimilinu að loka vel gluggum þegar farið er að heiman. Innbrot – hvað á barnið þitt að gera Mörg börn koma heim á undan öðrum í fjölskyldunni og því skiptir máli að kenna þeim rétt viðbrögð ef þau telja að brotist hafi verið inn heima hjá ykkur. • Ekki fara inn ef þú kemur heim og gluggi er brotinn eða útidyrahurðin opin og þú veist að enginn á að vera heima. Haltu ró þinni, ekki leika hetju, þú veist ekki hversu margir þjófarnir eru eða í hvaða ástandi þeir eru. • Hringdu á hjálp ef þú ert með síma. • Það er alltaf hægt að hringja í 1-1-2, líka þegar þú átt ekki inneign. • Ef þú ert ekki með síma farðu þá til nágrannans eða vinar og biddu hann að hringja á lögregluna eða aðstoða þig. • Ef þú sérð bíl eða manneskju fara af vettvangi reyndu þá að taka niður númer bílsins og/eða leggja á minnið útlit bíls eða einstaklings, jafnvel taka mynd á símann. Reglur um útivistartíma 1. september til 1. maí. • Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. • Börn á aldrinum 13 til 16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.00 nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. • Börnum yngri en 14 ára er ekki heimill aðgangur að leiktækjastöðum nema í fylgd með forráðamönnum. Þjófnaðir Sjóvá minnir foreldra og forráðamenn barna á að verðmæti eins og iPod og fartölvur fást sjaldan að fullu bætt sé þeim stolið úr skólanum. • Brýnið fyrir börnum að gæta vel að verðmætum ef þau eru tekin með í skólann. • Ekki er ráðlagt að geyma síma eða iPod í úlpum á gangi eða í ólæstum hirslum. • Skólar tryggja almennt ekki persónulegan búnað nemenda á borð við fartölvur. • Hægt er að kaupa sérstaka fartölvutryggingu.
Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira