Innlent

Íslenskur flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli

Frá Reykjavíkurflugvelli. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Frá Reykjavíkurflugvelli. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Íslenskur flugdólgur á miðjum aldri var handtekinn á Reykjavíkurflugvelli um hádegisbilið í dag. Maðurinn var að koma frá Færeyjum með flugfélaginu Atlantic Airways.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn verulega drukkinn þegar hann var handtekinn. Ekki er ljóst hvað varð til þess að starfsfólk flugvélarinnar kölluðu á aðstoð lögreglunnar, en ekki náðist í forsvarsmenn flugfélagsins vegna málsins.

Maðurinn er nú í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fær að sofa úr sér áfengisvímuna. Skýrsla verður svo tekin af honum þegar hann verður í ástandi til þess.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×