Innlent

Varað við brennisteinsgufum

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Varað hefur verið við brennisteinsgufum sem gætu fylgt Skaftárhlaupinu þegar það brýst undan jöklinum í kvöld. Lögreglan á Hvolsvelli beinir þeim ummælum til ferðamanna að fara ekki að upptökum Skaftár til að fylgjast með umrótunum í kvöld vegna eiturgufanna.

Hlaupið hófst í gærkvöldi þegar vestari Skaftárketillinn í Vatnajökli byrjaði að síga. Vatnið er enn ekki komið undan jöklinum en lögreglan á Hvolsvelli mun fylgjast grannt með gangi mála. Allar líkur eru á því að hlaupið verði minniháttar.


Tengdar fréttir

Aldrei verið jafnfljótir að sjá hlaupið

"Við höfum aldrei verið svona fljótir að sjá þetta," segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofunni, um Skaftárhlaup sem hófst í nótt. Hlaupið er enn ekki komið undan jöklinum, er í um 20 km fjarlægð frá jökulsporðinum og mun ekki ná í Skaftá fyrr en seint í kvöld eða á morgun.

Hlaup að hefjast í Skaftá

Hlaup hófst í Skaftá í gærkveldi eða nótta. Þetta var staðfest fyrir hádegi í dag þegar flugmaður flaug yfir svæðið. Hlaupið kemur úr vestri katlinum og staðsetning ísskjálfta bendir til að hlaupvatnið sí nú í um 20 km fjarlægð frá jökulsporðinum. Því mun hlaupið ekki ná í Skaftá fyrr en seint í kvöld eða snemma á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×