Armstrong var foringinn í Öskju Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2012 19:15 Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. Þarna á hálendi Íslands fóru geimfararnir í langar gönguferðir með jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni og íslenskir blaðamenn skrásettu söguna, eins og Árni Gunnarsson, Kári Jónasson og Óli Tynes. Árni var á þessum tíma fréttamaður Ríkisútvarpsins og þegar við heimsóttum hann á Selfossi í dag mundi hann vel eftir þessum júlídögum árið 1967. „Þetta voru ákaflega elskulegir menn og Neil Armstrong alveg sérstaklega," segir Árni þegar hann rifjar upp kynni sín af geimfaranum í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Hann var hógvær og fór hægt um, ef ég má orða það þannig, og var foringi þeirra, að því er mér fannst, og þeir fylgdu honum eftir hvert sem hann fór." Og geimfararnir gerðu fleira en æfa tunglgöngur. „Þeir fóru á sveitaball og þeir fengu að veiða í Laxá, sem var nú ekkert smáævintýri fyrir þá." Sumt hafa menn ekki haft hátt um til þessa og við spurðum Árna hvort það væri rétt að íslenskir blaðamenn hefðu hjálpað til við að útvega geimförunum brennivín. „Það er best að tala sem minnst um það," svarar Árni og hlær. „En það var vissulega gert. Þeim var útvegað áfengi. En það var ekki að sjá að þeir neyttu þess í neinu óhófi. Þetta voru mjög passasamir menn."Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lék á alls oddi þegar hann hitti Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum.Mynd/Sverrir Pálsson.Forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson flaug sérstaklega inn í Herðabreiðarlindir til heilsa upp á Neil Armstrong og félaga. „Það þótti þeim gaman. Og það var virkilega gaman að sjá Bjarna þarna því hann var svo kátur og glaður og lék á alls oddi. Fyrir okkur var þetta mjög skemmtileg upplifun og gaman að hitta þessa menn." En gátu íslensku blaðamennirnir á þessum tíma ímyndað sér að þarna í hópnum væri maður sem tveimur árum síðar ætti eftir að komast á spjöld sögunnar sem sá fyrsti sem steig fæti á tunglið? „Nei. Ég held að mér hafi til dæmis þótt það afskaplega ótrúlegt. Og ég hefði látið segja mér það tvisvar eða þrisvar að Armstrong ætti eftir að ganga á yfirborði tunglsins. En hann gerði það." Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. Þarna á hálendi Íslands fóru geimfararnir í langar gönguferðir með jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni og íslenskir blaðamenn skrásettu söguna, eins og Árni Gunnarsson, Kári Jónasson og Óli Tynes. Árni var á þessum tíma fréttamaður Ríkisútvarpsins og þegar við heimsóttum hann á Selfossi í dag mundi hann vel eftir þessum júlídögum árið 1967. „Þetta voru ákaflega elskulegir menn og Neil Armstrong alveg sérstaklega," segir Árni þegar hann rifjar upp kynni sín af geimfaranum í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Hann var hógvær og fór hægt um, ef ég má orða það þannig, og var foringi þeirra, að því er mér fannst, og þeir fylgdu honum eftir hvert sem hann fór." Og geimfararnir gerðu fleira en æfa tunglgöngur. „Þeir fóru á sveitaball og þeir fengu að veiða í Laxá, sem var nú ekkert smáævintýri fyrir þá." Sumt hafa menn ekki haft hátt um til þessa og við spurðum Árna hvort það væri rétt að íslenskir blaðamenn hefðu hjálpað til við að útvega geimförunum brennivín. „Það er best að tala sem minnst um það," svarar Árni og hlær. „En það var vissulega gert. Þeim var útvegað áfengi. En það var ekki að sjá að þeir neyttu þess í neinu óhófi. Þetta voru mjög passasamir menn."Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lék á alls oddi þegar hann hitti Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum.Mynd/Sverrir Pálsson.Forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson flaug sérstaklega inn í Herðabreiðarlindir til heilsa upp á Neil Armstrong og félaga. „Það þótti þeim gaman. Og það var virkilega gaman að sjá Bjarna þarna því hann var svo kátur og glaður og lék á alls oddi. Fyrir okkur var þetta mjög skemmtileg upplifun og gaman að hitta þessa menn." En gátu íslensku blaðamennirnir á þessum tíma ímyndað sér að þarna í hópnum væri maður sem tveimur árum síðar ætti eftir að komast á spjöld sögunnar sem sá fyrsti sem steig fæti á tunglið? „Nei. Ég held að mér hafi til dæmis þótt það afskaplega ótrúlegt. Og ég hefði látið segja mér það tvisvar eða þrisvar að Armstrong ætti eftir að ganga á yfirborði tunglsins. En hann gerði það."
Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15