Fótbolti

Milan vill fá Kaka lánaðan | Real vill selja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kaka hefur lítið fengið að spreyta sig á knattspyrnuvellinum með Real Madrid.
Kaka hefur lítið fengið að spreyta sig á knattspyrnuvellinum með Real Madrid. Nordicphotos/Getty
AC Milan hefur mikinn áhuga á að fá Brasilíumanninn Kaka aftur í herbúðir sínar. Ítalska liðið vill fá kappann á láni en forráðamenn Real Madrid vilja hins vegar selja Kaka.

„Staðan er einföld. Real vill selja Kaka en við viljum fá hann lánaðan," sagði Adiano Galliani varaforseti AC Milan við Sky Sports á sunnudag.

Kaka var ekki í leikmannahópi Real Madrid í 2-1 tapinu gegn grannaliðinu Getafe í spænska boltanum í gær. Þá var hann einnig úti í kuldanum í 3-2 tapinu gegn Barcelona í fyrri leik liðanna um spænska ofurbikarinn á fimmtudag.

„Ef Real skiptir um skoðun dríf ég mig til Spánar. Ef þeir eru harðir á því að selja Kaka þá gerist ekkert meira, " sagði Galliani.

Brasilíumaðurinn þrítugi gekk til liðs við Real Madrid frá AC Milan fyrir metfé árið 2009. Líklegt má telja að forráðamenn spænsku meistaranna vilji endurheimta hluta af því fé með sölu en Kaka er einnig orðaður við PSG í Frakklandi.

Félagaskiptaglugganum verður lokað á föstudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×