Blaðamaður breska blaðsins Guardian spáir íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men góðu gengi. Hann var viðstaddur tónleikahátíð í Leeds í Englandi á föstudag. Þar kom hljómsveitin fram. Blaðamaðurinn, Dave Simpson, segir að hresst og gleðilegt lag hljómsveitarinnar, sem hafi fjallað um úlfa og skóga hafi fengið góðar undirtektir fólk jafnvel tekið undir trompettsóló.
Annars var hljómsveitin Foo Fighters aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni á föstudaginn, en hljómsveitin naut gríðarlegra vinsælda á fyrri hluta síðasta áratugar. Gömlu brýnin í hljómsveitinni The Cure vöktu síðan gríðarlega athygli á laugardeginum.
