Innlent

Flogið til 27 áfangastaða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Boðið verður upp á flug til 27 áfangastaða frá Keflavíkurflugvelli í vetur. Tveir þeirra hafa ekki áður verið á vetrardagskrá, eftir því sem fram kemur á vefnum Túristi.is. Það er bandaríska borgin Denver og Salzburg í Austurríki. Tilkoma þeirra ætti að gleðja skíðaáhugafólk því þær eru báðar í nágrenni við þekktustu skíðasvæði veraldar. Á þremur flugleiðum ríkir meiri samkeppni en Íslendingar eiga að venjast. Þannig munu fjögur félög keppa um farþega til og frá London, þrjú fljúga til Oslóar og þrjú til Kaupmannahafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×