Innlent

Þorvaldi Gylfasyni birt stefna Jóns Steinars

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur höfðað mál gegn Þorvaldi Gylfasyni.
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur höfðað mál gegn Þorvaldi Gylfasyni.
Þorvaldi Gylfasyni háskólaprófessor hefur verið birt stefna í máli sem Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari höfðar gegn honum. Þetta staðfestir Reimar Pétursson, lögmaður Jóns Steinars. Ástæða málshöfðunarinnar er grein sem Þorvaldur skrifaði í ritröð háskólans í Munchen í Þýskalandi og birt var í mars slíðastliðnum. Jón Steinar telur að Þorvaldur hafi verið með aðdróttun í sinn garð, í greininni. Þar hafi hann sakað sig um að misfara með vald sitt sem dómari við Hæstarétt með því að semja fyrst með leynd kæruskjal vegna stjórnlagaráðskosninga til réttarins og stjórna síðan afgreiðslu þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×