Innlent

Þrjár neyðarlendingar vegna flugdólga

Þrisvar sinnum kom til þess að grípa þurfti til neyðarlendingar flugvéla á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári vegna óláta farþega um borð. Í einu tilvikanna þurfti að yfirbuga farþega í vélinni. Þá voru átján neyðarlendingar á vellinum á árinu vegna veikinda farþega um borð. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglustjórans á Suðurnesjum fyrir árið 2011 sem kom út í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×