Innlent

Bandaríska sendiráðið skreytt í tilefni Gay Pride

Utan á bandaríska sendiráðinu eru tveir fánar í litum samkynhneigðra.
Utan á bandaríska sendiráðinu eru tveir fánar í litum samkynhneigðra. mynd/facebook-síða sendiráðsins
Bandaríska sendiráðið við Laufásveg skartar nú tveimur stórum fánum samkynhneigðra í tilefni gleðigöngunnar sem fer fram í miðborg Reykjavíkur á morgun. Starfsmenn sendiráðsins settu myndina hér til hliðar inn á Facebook-síðu sína í morgun.

„Við skreyttum sendiráðið í morgun og erum núna tilbúin fyrir Gay Pride-hátíðina á morgun. Vonumst til að sjá ykkur öll í göngunni. Réttindi samkynhneigðra eru mannréttindi!," segir á síðunni.

Gangan fer frá BSÍ á morgun klukkan 14.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×