Innlent

Þyrla sótti eina og sjúkrabíll aðra

BBI skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu sem féll af hestbaki í Húsadal í Þórsmörk um hálf sex leytið í kvöld. Konan handleggs- og axlarbrotnaði að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Konan var með hóp í hestaferð þegar óhappið átti sér stað. Konan er nú komin undir læknishendur á Landspítalanum í Fossvogi.

Önnur kona fótbrotnaði um svipað leyti í Galtalækjarskógi þegar hún fór í leiktæki ásamt börnum sínum. Þar rendi hún sér niður rör en kom fótbrotin niður. Sú var send til Reykjavíkur í sjúkrabifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×