Innlent

Myndband frá kertafleytingunni

Hin árlega kertafleyting til minningar um fórnarlömb kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasakí í ágúst 1945 var haldin við Tjörnina í Reykjavík í gækvöldi. Inosúke Hayasakí átta tíu og eins árs gamall Japani sem lifði af kjarnorkusprenginguna í Nakasakí flutti ávarp en hann var staddur í um eins kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengjan féll. Fjöldi fólks fleytti síðan kertum til minningar um fórnarlömbin eins og myndbandið sem sjá má hér að ofan ber með sér. Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður tók myndirnar í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×