Innlent

Sleginn með billjardkjuða

Maður á fimmtugsaldri varð fyrir líkamsárás í austurborginni á tíunda tímanum í gærkvöld. Árásin átti sér tað á billjardstofu og hafði hann verið sleginn í andlitið með billjardkjuða.

Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Þar kom í ljós að hann var kinnbeinsbrotinn. Lögregla handtók árásarmanninn á vettvangi en hann er á þrítugsaldri.

Seinna meir kom í ljós að mennirnir tveir eru bræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×