Innlent

Búast við metþátttöku í Gleðigöngunni

Frá Gleðigöngunni.
Frá Gleðigöngunni.
Hin árlega Gleðiganga Hinsegin daga fer fram í dag en líkt og í fyrra er nú gengið frá Vatnsmýrarvegi en ekki Hlemmi. Búist er við metþáttöku en um fjörutíu atriði eru skráð til leiks.

Mikill viðbúnaður verður í miðborginni vegna göngunnar. Lögreglumenn munu fylgja göngunni. Þá verður sjúkrabíll einnig staðar.

Gangan hefst á slaginu klukkan 14 en byrjað verður að raða göngunni upp ofan við Læknagarð klukkan tólf á hádegi.

Gengið er Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og Lækjargötu og framhjá Arnarhóli þar sem útitónleikar verða haldnir.

Þar koma meðal annars fram Friðrik Ómar, Sigga Beinteins, Páll Óskar, Blár Ópal, Helgi Björns og sjálfur Friðrik Dór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×