Innlent

Beið á kili skútunnar eftir hjálp

Farið var á björgunarskipinu Þórði S. Kristjánssyni. Myndin er ekki af umræddu björgunarskipi.
Farið var á björgunarskipinu Þórði S. Kristjánssyni. Myndin er ekki af umræddu björgunarskipi.
Lítilli skútu hvolfdi rétt fyrir utan Reykjavík í gærkvöld. Það voru skipverjar á lystiskipi sem tilkynntu um atvikið. Var þá þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt björgunarskipinu hjá Ársæli.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni sat skipverji skútunnar á kili hennar í dágóða sund. Hann var í blautbúningi og var hinn brattasti þegar björgunarskip var að garði.

Ekki er vitað um tildrög slyssins en sjólag mun hafa verið slæmt í gærkvöld. Skipverjinn var á leið frá Brokey í Reykjavík yfir í Skerjaförð þegar skútunni hvolfdi. Heilsast manninum vel að sögn Gæslunnar og skútan dregin að landi í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×