Innlent

Emma Watson furðar sig á dansmenningu Íslendinga

Emma Watson
Emma Watson mynd/AFP
Emma Watson, sem er hér á landi til að leika í stórmyndinni Noah, virðist hafa farið út á lífið í gærkvöld. Hún furðar sig á dansmenningu Íslendinga.

Watson hefur verið dugleg við að birta færslur á samskiptamiðlinum Twitter frá því að hún kom til landsins. Síðustu daga hefur hún verið við tökur á Noah í Reynisfjöru og hefur leikstjóri kvikmyndarinnar birt nokkrar ljósmyndir frá tökustað.

En Watson, sem frægust er fyrir túlkun sína á gáfnaljósinu Hermione Granger í bókaseríunni um Harry Potter, virðist hafa fundið tíma til að skella sér í miðbæinn.

Í færslu sem leikkonan birti í gær segir hún að danshefðir Íslendinga séu ansi grófar og líkir þeim við pytt á metaltónleikum. Þá íhugar hún að snúa aftur til Bretlands með íslenskan dansher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×