Innlent

Órói við Mýrdalsjökul

mynd/vedurstofa
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í og við Mýrdalsjökul í dag. Í morgun varð jarðskjálfti upp á 2.7 stig norður af Goðabungu. Lítill órói hefur verið í Mýrdalsjökli vegna þessa skjálfta og er ekki vitað til þess að leiðni í ám sem renna frá jöklinum hafi aukist. Lítil skjálftavirkni hefur verið í jöklinum síðustu vikur og sýna mælingar að spenna í jarðskorpunni fer minnkandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×