Innlent

Sigrid enn leitað

Lögreglan í Ósló leitar enn hinnar sextán ára gömlu Sigridar Schjetne. Hún hvarf þegar hún var á leiðinni heim til sín fyrir rúmri viku.

Samskiptamiðillinn Facebook hefur aðstoðað lögregluna með því að opna fyrir reikning Sigridar. Í fyrstu neituðu stjórnendur síðunnar að veita lögreglunni aðgang að upplýsingum hennar.

Hátt í fjögur hundruð lögreglumenn og sjálfboðaliðar leita nú stúlkunnar. Lögreglan fann farsímar Sigridar nálægt heimili hennar fyrr í vikunni og eru vonir bundnar við það hægt verði að nota upplýsingar úr símanum til varpa ljósi á aðdraganda hvarfsins.

Þá hefur fjölskylda Sigridar lýst því yfir að leit muni halda áfram og að henni yrði ekki hætt fyrr en hún ber árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×