Óttast að sænska leiðin fjölgi HIV smituðum Karen Kjartansdóttir skrifar 13. ágúst 2012 13:13 Mynd úr safni. Sænska leiðin nýtist ekki í baráttu gegn vændi og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á afleiðingar mismunandi lagasetningar á útbreiðslu HIV veirunnar. Fjallað var um niðurstöður skýrslunnar á ráðstefnu um HIV og alnæmi sem fór fram í bandaríkjunum í júlí. Fernando Henrique Cardoso, fyrrverandi forseti Brasilíu stýrði nefndinni en hún var skipuð fólki víða úr heiminum sem vinnur á málefnum HIV-smitaðra. Niðustöður skýrsluhöfunda um áhrif lagasetningar sem oft er kölluð sænska leiðin, en hún gerir kaup á vændi ólögleg, er sú að lagasetningi auki hættu á útbreiðslu HIV veirunnar og geri vændisfólk varnarlausara. Sænska leiðin var fyrst farin í Svíþjóð. Norðmenn og Íslendingar tóku svo upp sambærileg lög fyrir um þremur árum. Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð sem fréttastofa ræddi við í gær fullyrti í fréttum að lögin hefðu ýtt undir mansal og skaðaða fólk sem það stundar. Pye er auk þess verkefnastjóri hjá HIV-samtökunum í Svíþjóð þar sem hún vinnur að forvörnum meðal fólks sem stundar vændi. Bendir hún á að ný skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna hafi í raun gefið tveimur lagasetningum falleinkun þegar kemur að því að sporna gegn útbreiðslu HIV-veirunnar, það er svokallaðri Pepfar leið sem farin hefur verið í Bandaríkjunum og svo sænsku leiðinni. Þau lög séu líkleg til að auka HIV-smit meðal fólks í vændi þar sem það færi vændið meira inn í undirheimana og dragi úr smokkanotkun, gerir fólk í vændi varnarlausar fyrir hvers kyns ofbeldi. Í skýrslunni kemur auk þess fram að þrátt fyrir að 2000 menn hafi verið handteknir vegna sænsku leiðarinnar hafi enginn verið fangelsaður enda sé nær ógjörningur að sanna brotið enda líti vændisfólkið ekki á sig sem fórnarlömb glæps eins og lögin gerir ráð fyrir. Það vilji því nær aldrei vitna gegn vændiskaupandanum. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira
Sænska leiðin nýtist ekki í baráttu gegn vændi og veldur fólki í vændi miklum skaða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á afleiðingar mismunandi lagasetningar á útbreiðslu HIV veirunnar. Fjallað var um niðurstöður skýrslunnar á ráðstefnu um HIV og alnæmi sem fór fram í bandaríkjunum í júlí. Fernando Henrique Cardoso, fyrrverandi forseti Brasilíu stýrði nefndinni en hún var skipuð fólki víða úr heiminum sem vinnur á málefnum HIV-smitaðra. Niðustöður skýrsluhöfunda um áhrif lagasetningar sem oft er kölluð sænska leiðin, en hún gerir kaup á vændi ólögleg, er sú að lagasetningi auki hættu á útbreiðslu HIV veirunnar og geri vændisfólk varnarlausara. Sænska leiðin var fyrst farin í Svíþjóð. Norðmenn og Íslendingar tóku svo upp sambærileg lög fyrir um þremur árum. Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð sem fréttastofa ræddi við í gær fullyrti í fréttum að lögin hefðu ýtt undir mansal og skaðaða fólk sem það stundar. Pye er auk þess verkefnastjóri hjá HIV-samtökunum í Svíþjóð þar sem hún vinnur að forvörnum meðal fólks sem stundar vændi. Bendir hún á að ný skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna hafi í raun gefið tveimur lagasetningum falleinkun þegar kemur að því að sporna gegn útbreiðslu HIV-veirunnar, það er svokallaðri Pepfar leið sem farin hefur verið í Bandaríkjunum og svo sænsku leiðinni. Þau lög séu líkleg til að auka HIV-smit meðal fólks í vændi þar sem það færi vændið meira inn í undirheimana og dragi úr smokkanotkun, gerir fólk í vændi varnarlausar fyrir hvers kyns ofbeldi. Í skýrslunni kemur auk þess fram að þrátt fyrir að 2000 menn hafi verið handteknir vegna sænsku leiðarinnar hafi enginn verið fangelsaður enda sé nær ógjörningur að sanna brotið enda líti vændisfólkið ekki á sig sem fórnarlömb glæps eins og lögin gerir ráð fyrir. Það vilji því nær aldrei vitna gegn vændiskaupandanum.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira