Innlent

Mannlaus vagn fékk hvatningarverðlaun Hinsegin daga

BBI skrifar
Á vagninum var mannlaus bekkur.
Á vagninum var mannlaus bekkur. Mynd/Lovísa Arnardóttir
Vagninn hér til hliðar hlaut hvatningarverðlaun Hinsegin daga 2012. Honum var mannlausum ekið í Gleðigöngunni með þessari einu áletrun „Fyrir vini okkar sem hafa ekki frelsi til að fagna Hinsegin dögum".

Vagninn var afar táknrænn, hugsaður sem áminning um stöðu hinsegin fólks annars staðar í heiminum. „Það er bara þessi ósýnileiki. Við erum enn ósýnileg í mörgum löndum. Hann fékk fólk til að staldra aðeins við í gleðinni og hugsa aðeins lengra," segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga.

Ragnar Þorvarðarson skráði atriðið til leiks og sá um hönnun vagnsins ásamt fleirum en verðlaunin voru veitt á laugardaginn var. Teymið hlýtur fjárstyrk í verðlaun sem hugsaður er sem stuðningur við nýtt atriði á næsta ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×