Innlent

Lækka gatnagerðargjöld um helming

BBI skrifar
Loftmynd af Stykkishólmi.
Loftmynd af Stykkishólmi.
Bæjarráð Stykkishólms hefur samþykkt að lækka gatnagerðargjöld um 50% á ákveðnum lóðum. Einnig var samþykkt að fella niður gjald vegna uppfyllingar ákveðinnar lóðar. Ástæðan er sögð sú að skortur sé á íbúðarhúsnæði og rétt sé að hvetja til bygginga. Einnig er talið að aðgerðirnar geti eflt byggingariðnað á svæðinu. Frá þessu er sagt á vef Skessuhorns.

 

Gatnagerðargjöld eru innheimt af lóðum í þéttbýli til að standa undir kostnaði við viðhald gatna á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×