Innlent

Um 30 lítrum af málningu stolið í innbroti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brotist var inn í atvinnuhúsnæði í Garðabæ í nótt. Þar var stolið 30 lítrum af málningu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um málið um klukkan tuttugu mínútur í átta í morgun og rannsakar hún málið nú.

Um klukkan korter í níu fékk lögreglan tilkynningu um skemmdir á vinnuskúr í Fossvogi. Ekki vitað hver eða hverjir voru að verki. Á sama tíma var tilkynnt um innbrot í bifreið í austurborginni. Ekki var komið fram hvort einhverju var stolið úr bifreiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×