Innlent

Líf að færast í skiptibókamarkaði

BBI skrifar
Mynd/Valgarður
Nú þegar styttist í skólasetningu í framhaldsskólum landsins fer líf að færast í skiptibókamarkaði. Í þessari viku byrjaði ásóknin smám saman að aukast og gera starfsmenn ráð fyrir undir að lok vikunnar verði allt komið á fullt.

„Þetta er svona að síga af stað núna. Það eru kannski helst nemendur að selja bækur frá því í fyrra sem eru byrjaðir að líta við," segir Borgar Jónsteinsson, rekstrarstjóri verslunarsviðs hjá Eymundsson. Helgi Freyr Sveinsson, rekstrarstjóri hjá A4, tekur í sama streng en segir einnig eitthvað um að nemendur séu komnir með bókalista og afgreiði alla verslun fyrir önnina strax, áður en örtröðin verður meiri á mörkuðunum.

Framhaldsskólar byrja almennt í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×