Ríkissaksóknari tekur ekki undir að heimildin sé ofnotuð BBI skrifar 14. ágúst 2012 14:55 Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari. Mynd/GVA „Ég skal ekki segja hvort heimildin er ofnotuð," segir Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, spurð út í ummæli sem birtust í gær í Úlfljóti, tímariti laganema, um að dómstólar beiti of oft heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald með vísan til almannahagsmuna. Hún vill að menn hafi hugfast að í einu sakamáli geta fallið margir gæsluvarðhaldsúrskurðir, og því geta dómstólar þurft að vísa oft í heimildina í einu alvarlegu sakamáli þegar þeir framlengja fyrri úrskurði sína. Þannig gæti tölfræði gefið misvísandi mynd. Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson og Fanney Hrund Hilmarsdóttir, lögfræðingur, skrifuðu greinina. Þar segja þau að heimild til að úrskurða menn í gæsluvarðhald með vísan til almannahagsmuna eigi aðeins við í undantekningartilvikum. Hæstiréttur hefur hins vegar beitt heimildinni oft og gjarna án sérstaks rökstuðnings. Í greininni rekja lögfræðingarnir lítillega tölfræði. Þar kemur fram að fyrstu fimm mánuði ársins 2012 studdust 45% gæsluvarðhaldsúrskurða réttarins við vísan til almannahagsmuni. Árið 2011 voru 32% úrskurðanna byggð á heimildinni. Sigríður bendir á að ákæruvaldið og lögregla geri kröfur um gæsluvarðhald í samræmi við fordæmi Hæstaréttar. Því telur hún ekki við ákæruvaldið að sakast þó oft sé vísað í almannahagsmuni þegar krafist er gæsluvarðhalds yfir sakborningum. „Það er jú hlutverk dómstóla að túlka lögin á hverjum tíma," segir hún. Sigríður vill ekkert segja um hvort heimildin er ofnotuð en telur að það standi löggjafanum nær að breyta lögunum ef mönnum finnst ákvæðið ekki nógu skýrt eða vilja þrengja það. Tengdar fréttir Dómstólar misnota gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson sakar íslenska dómstóla um að mistúlka og misnota heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema, skrifar hann grein ásamt lögfræðingnum Fanney Hrund Hilmarsdóttur þar sem íslensk dómaframkvæmd er m.a. borin saman við dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. 13. ágúst 2012 15:43 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
„Ég skal ekki segja hvort heimildin er ofnotuð," segir Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, spurð út í ummæli sem birtust í gær í Úlfljóti, tímariti laganema, um að dómstólar beiti of oft heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald með vísan til almannahagsmuna. Hún vill að menn hafi hugfast að í einu sakamáli geta fallið margir gæsluvarðhaldsúrskurðir, og því geta dómstólar þurft að vísa oft í heimildina í einu alvarlegu sakamáli þegar þeir framlengja fyrri úrskurði sína. Þannig gæti tölfræði gefið misvísandi mynd. Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson og Fanney Hrund Hilmarsdóttir, lögfræðingur, skrifuðu greinina. Þar segja þau að heimild til að úrskurða menn í gæsluvarðhald með vísan til almannahagsmuna eigi aðeins við í undantekningartilvikum. Hæstiréttur hefur hins vegar beitt heimildinni oft og gjarna án sérstaks rökstuðnings. Í greininni rekja lögfræðingarnir lítillega tölfræði. Þar kemur fram að fyrstu fimm mánuði ársins 2012 studdust 45% gæsluvarðhaldsúrskurða réttarins við vísan til almannahagsmuni. Árið 2011 voru 32% úrskurðanna byggð á heimildinni. Sigríður bendir á að ákæruvaldið og lögregla geri kröfur um gæsluvarðhald í samræmi við fordæmi Hæstaréttar. Því telur hún ekki við ákæruvaldið að sakast þó oft sé vísað í almannahagsmuni þegar krafist er gæsluvarðhalds yfir sakborningum. „Það er jú hlutverk dómstóla að túlka lögin á hverjum tíma," segir hún. Sigríður vill ekkert segja um hvort heimildin er ofnotuð en telur að það standi löggjafanum nær að breyta lögunum ef mönnum finnst ákvæðið ekki nógu skýrt eða vilja þrengja það.
Tengdar fréttir Dómstólar misnota gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson sakar íslenska dómstóla um að mistúlka og misnota heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema, skrifar hann grein ásamt lögfræðingnum Fanney Hrund Hilmarsdóttur þar sem íslensk dómaframkvæmd er m.a. borin saman við dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. 13. ágúst 2012 15:43 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Dómstólar misnota gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson sakar íslenska dómstóla um að mistúlka og misnota heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema, skrifar hann grein ásamt lögfræðingnum Fanney Hrund Hilmarsdóttur þar sem íslensk dómaframkvæmd er m.a. borin saman við dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. 13. ágúst 2012 15:43