Ríkissaksóknari tekur ekki undir að heimildin sé ofnotuð BBI skrifar 14. ágúst 2012 14:55 Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari. Mynd/GVA „Ég skal ekki segja hvort heimildin er ofnotuð," segir Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, spurð út í ummæli sem birtust í gær í Úlfljóti, tímariti laganema, um að dómstólar beiti of oft heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald með vísan til almannahagsmuna. Hún vill að menn hafi hugfast að í einu sakamáli geta fallið margir gæsluvarðhaldsúrskurðir, og því geta dómstólar þurft að vísa oft í heimildina í einu alvarlegu sakamáli þegar þeir framlengja fyrri úrskurði sína. Þannig gæti tölfræði gefið misvísandi mynd. Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson og Fanney Hrund Hilmarsdóttir, lögfræðingur, skrifuðu greinina. Þar segja þau að heimild til að úrskurða menn í gæsluvarðhald með vísan til almannahagsmuna eigi aðeins við í undantekningartilvikum. Hæstiréttur hefur hins vegar beitt heimildinni oft og gjarna án sérstaks rökstuðnings. Í greininni rekja lögfræðingarnir lítillega tölfræði. Þar kemur fram að fyrstu fimm mánuði ársins 2012 studdust 45% gæsluvarðhaldsúrskurða réttarins við vísan til almannahagsmuni. Árið 2011 voru 32% úrskurðanna byggð á heimildinni. Sigríður bendir á að ákæruvaldið og lögregla geri kröfur um gæsluvarðhald í samræmi við fordæmi Hæstaréttar. Því telur hún ekki við ákæruvaldið að sakast þó oft sé vísað í almannahagsmuni þegar krafist er gæsluvarðhalds yfir sakborningum. „Það er jú hlutverk dómstóla að túlka lögin á hverjum tíma," segir hún. Sigríður vill ekkert segja um hvort heimildin er ofnotuð en telur að það standi löggjafanum nær að breyta lögunum ef mönnum finnst ákvæðið ekki nógu skýrt eða vilja þrengja það. Tengdar fréttir Dómstólar misnota gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson sakar íslenska dómstóla um að mistúlka og misnota heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema, skrifar hann grein ásamt lögfræðingnum Fanney Hrund Hilmarsdóttur þar sem íslensk dómaframkvæmd er m.a. borin saman við dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. 13. ágúst 2012 15:43 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Ég skal ekki segja hvort heimildin er ofnotuð," segir Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, spurð út í ummæli sem birtust í gær í Úlfljóti, tímariti laganema, um að dómstólar beiti of oft heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald með vísan til almannahagsmuna. Hún vill að menn hafi hugfast að í einu sakamáli geta fallið margir gæsluvarðhaldsúrskurðir, og því geta dómstólar þurft að vísa oft í heimildina í einu alvarlegu sakamáli þegar þeir framlengja fyrri úrskurði sína. Þannig gæti tölfræði gefið misvísandi mynd. Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson og Fanney Hrund Hilmarsdóttir, lögfræðingur, skrifuðu greinina. Þar segja þau að heimild til að úrskurða menn í gæsluvarðhald með vísan til almannahagsmuna eigi aðeins við í undantekningartilvikum. Hæstiréttur hefur hins vegar beitt heimildinni oft og gjarna án sérstaks rökstuðnings. Í greininni rekja lögfræðingarnir lítillega tölfræði. Þar kemur fram að fyrstu fimm mánuði ársins 2012 studdust 45% gæsluvarðhaldsúrskurða réttarins við vísan til almannahagsmuni. Árið 2011 voru 32% úrskurðanna byggð á heimildinni. Sigríður bendir á að ákæruvaldið og lögregla geri kröfur um gæsluvarðhald í samræmi við fordæmi Hæstaréttar. Því telur hún ekki við ákæruvaldið að sakast þó oft sé vísað í almannahagsmuni þegar krafist er gæsluvarðhalds yfir sakborningum. „Það er jú hlutverk dómstóla að túlka lögin á hverjum tíma," segir hún. Sigríður vill ekkert segja um hvort heimildin er ofnotuð en telur að það standi löggjafanum nær að breyta lögunum ef mönnum finnst ákvæðið ekki nógu skýrt eða vilja þrengja það.
Tengdar fréttir Dómstólar misnota gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson sakar íslenska dómstóla um að mistúlka og misnota heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema, skrifar hann grein ásamt lögfræðingnum Fanney Hrund Hilmarsdóttur þar sem íslensk dómaframkvæmd er m.a. borin saman við dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. 13. ágúst 2012 15:43 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Dómstólar misnota gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson sakar íslenska dómstóla um að mistúlka og misnota heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema, skrifar hann grein ásamt lögfræðingnum Fanney Hrund Hilmarsdóttur þar sem íslensk dómaframkvæmd er m.a. borin saman við dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. 13. ágúst 2012 15:43