Innlent

Barn klemmdist á milli dráttavélar og húsveggs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barn klemmdist á milli dráttarvélar og húsveggs nærri Hvolsvelli á sunnudag. Barnið missti meðvitund en komst fljótlega til meðvitundar aftur og munu meiðsli þess vera minniháttar miðað við aðstæður. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Þar kemur líka fram að á föstudag féll kona af hestbaki í Húsadal og brotnaði illa, meðal annars á handlegg. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna og flutti til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík. Sama dag féll kona í Galtalæk og var flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar. Hún er ekki talin hafa slasast alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×