Innlent

Björgunarsveitir leituðu ferðakonu við Glym

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitir frá Akranesi og Borgarfirði voru kallaðar út í dag til leitar að ferðakonu sem saknað var við Glym í Hvalfirði. Einnig var björgunarsveitafólk af höfuðborgarsvæðinu í viðbragðsstöðu.  Konan, sem er erlendur ferðamaður, varð viðskila við hóp sem gekk upp með fossinum. Konan fannst fljótlega eftir að leit hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×