Innlent

Frumkvöðlar kynna afrakstur sumarsins

BBI skrifar
Viðburðurinn fer fram í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni 19.
Viðburðurinn fer fram í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni 19.
Næstkomandi föstudag munu fyrirtækin tíu sem hafa tekið þátt í frumkvöðlaverkefninu Startup Reykjavík kynna fyrir fjárfestum hugmyndir sínar og viðskiptatækifæri.

Markmið verkefnisins var að hjálpa sprotafyrirtækjum að komast eins langt með sínar viðskiptahugmyndir og hægt er á stuttum tíma. Hvert fyrirtæki hefur fengið tveggja milljóna króna fjárfestingu, skrifstofuaðstöðu og aðstoð og leiðbeiningar fyrir 6% eignarhlut Arion banka í hverju fyrirtæki.

Fyrirtækin hafa unnið í sumar að því að því að þróa hugmyndir sem eru jafnmismunandi og þær eru margar, t.d. hönnun gítarkennslusíðu, þróun lyfjaskammtara og gerð vefhugbúnaðar fyrir flugvirkja.

Fundurinn á föstudag fer fram í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni 19. Hann hefst um morguninn og stendur allan daginn. Ef allt gengur að óskum tekst sprotafyrirtækjunum að vekja athygli fjárfesta á hugmyndum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×