Innlent

Burðardýr í tveggja og hálfs árs fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mareme Laye Diop var dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hún kom með 402 grömm af alsæludufti innvortis í líkama sínum í flugi frá Berlín til Keflavíkur þann 15. maí síðastliðinn. Úr efninu er hægt að framleiða um 5500 alsælutöflur með um 80% styrkleika. Hún játaði brot sitt fyrir dómi og var litið til þess við ákvörðun refsingar en auk þess var litið til þess að hún var samvinnuþýð við lausn málsins. „Einnig er litið til þáttar ákærðu í brotinu, en rannsókn málsins hefur beinst að ákærðu sem svonefndu „burðardýri", en ekki sem skipuleggjanda brotsins. Loks er litið til þess að ákærða hefur ekki áður gerst sek um refsiverðan verknað svo kunnugt sé," segir í dómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×