Innlent

Vill ekki fyllerí

BBI skrifar
Frá Menningarnótt í fyrra.
Frá Menningarnótt í fyrra. Mynd/Vilhelm
Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga fallega um borgina, stilla áfengisdrykkju í hóf og henda rusli í þar til gerðar ruslatunnur. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag sem Jón Gnarr borgarstjóri, Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Einar Örn Benediktsson formaður stjórnar Menningarnætur héldu í dag.

Á Menningarnótt verður miðborgin ein allsherjar göngugata og því verður meira og minna lokað fyrir bílaumferð. Þetta er gert til að tryggja öryggi bæði gangandi og akandi vegfarenda.

Gestir Menningarnætur eru hvattir til að nota önnur farartæki en einkabíl til að komast á hátíðasvæðið. Ókeypis verður í strætó um kvöldið og eftir flugeldasýningu mun allur vagnafloti borgarinnar ferja gesti úr miðbænum. Ef bílum verður lagt ólöglega verður sektað eins og lög gera ráð fyrir og þeir bílar sem hindra aðgengi verða dregnir burt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×