Innlent

Tíu milljónir úr Samfélagssjóði Landsbankans

Frá afhendingu verðlaunanna í dag
Frá afhendingu verðlaunanna í dag mynd/landsbankinn
Landsbankinn veitti í dag samfélagsstyrki að upphæð tíu milljónir króna úr Samfélagssjóði bankans. Veittir voru tuttugu styrkir, fimm að upphæð 1 milljón króna hver, fimm að fjárhæð 500 þúsund krónur og tíu að fjárhæð 250 þúsund krónur. Alls bárust tæplega 500 umsóknir um samfélagsstyrki að þessu sinni.

„Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við þá sem sinna t.d. mannúðar- og líknarmálum, menntamálum, rannsóknum og vísindum, verkefnum á sviðum menningar og lista, forvörnum- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi.

Úr Samfélagssjóði Landsbankans eru veittar fimm tegundir styrkja á hverju ári: afreksstyrkir, námsstyrkir, nýsköpunar- og sprotastyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir. Samfélagsstyrkir eru veittir tvisvar á ári en umsóknarfrestur fyrir seinni úthlutun rennur út 12. október 2012.

Dómnefnd um úthlutun samfélagsstyrkja að þessu sinni var skipuð þeim Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent við Háskóla Íslands og Guðrúnu Agnarsdóttur lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar," segir í tilkynningu frá Landsbankanum.

Eftirtaldir hlutu samfélagsstyrki að þessu sinni:

1.000.000 kr. styrkir

· Ástríður Pálsdóttir - Rannsókn á arfgengri heilablæðingu

· Félag lesblindra á Íslandi - Kynning í skólum á úrræðum fyrir lestrarerfiðleika

· LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi

· Saga forlag - Heildarútgáfa Íslendingasagna og þátta á dönsku, norsku og sænsku

· Stígamót - Stígamót á staðinn

500.000 kr. styrkir

· Alberto Porro Carmona - Listin að leika, kennslubók í flautuleik

· Drífa Jenný Helgadóttir - Stýrifærni barna með ADHD

· Júlíkvartettinn - Tónleikaröðin „Sólskin í tónum"

· Rósa Eggertsdóttir og Rúnar Sigþórsson - Rannsókn á byrjendalæsi

· Systkinasmiðjan - Námskeið fyrir systkini einstaklinga með sérþarfir

250.000 kr. styrkir

· Barokksmiðja Hólastiftis - Barokkhátíð á Hólum

· Eyðibýli, áhugamannafélag - Rannsókn á eyðibýlum á Íslandi

· Eyktarmörk - Óbyggðasafn Íslands

· Fornleifastofnun Íslands - Verkefnið „Ferðamenn og fornleifar við þjóðveg 1"

· Jón Skúli Traustason - Frístundaefling fyrir unga fíkla

· Margrét Árnadóttir - Stærðfræðispilið „Leikum og reiknum"

· Ný dögun - Stuðningshópar vegna sjálfsvíga

· Rauði krossinn í Hafnarfirði - Félagsstarf fyrir hælisleitendur

· Sigrún Daníelsdóttir - Námskeið um bætta líkamsmynd unglinga í framhaldsskólum

· Sölvi Tryggvason - Heimildarþættir um forvarnir fyrir ungt fólk






Fleiri fréttir

Sjá meira


×