Innlent

Magn af makríl við landið helst stöðugt

BBI skrifar
Mynd/Óskar P.
Magn makríls í íslenskri lögsögu er svipað núna og undanfarin ár miðað við fyrstu niðurstöður rannsóknarleiðangurs Hafrannsóknarstofnunar. Vísindamenn urðu varir við makríl sem virðist hafa komið úr klaki við Ísland á tveimur stöðvum úti af Suðvesturlandi.

Leiðangrinum lauk 10. ágúst en markmið hans var að kanna útbreiðslu og magn makríls í íslenskri lögsögu. Fjölmörg sýni voru tekin úr makríl og síld og fleiri tegundum við strendur landsins. Helstu niðurstöður eru að magn makríls er svipað og síðustu ár en útbreiðslan er misjöfn eftir svæðum milli ára. Á tveimur stöðvum fundust fiskar sem voru aðeins 7-9 cm langir og því bendir allt til þess að þeir hafi komið úr klaki við Ísland.

Mynd/Hafrannsóknarstofnun
Á myndinni til hliðar sést útbreiðsla og þéttleiki makríls á íslenska hafsvæðinu.

Úrvinnslu úr gögnum leiðangursins er ekki að fullu lokið og verður ítarlegri samantekt birt í lok ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×