Innlent

Eigandi Súfistans fær ekki að fella Alaskaösp

Súfistinn í Hafnarfirði.
Súfistinn í Hafnarfirði.
Eigandi Súfistans, Birgir Finnbogason, fær ekki að fella myndarlega Alaskaösp sem stendur fyrir framan kaffihúsið á Strandgötu í Hafnarfirði. Eigandinn sendi fyrirspurn til skipulags- og byggingaráðs í júlí en þar óskar hann annarsvegar eftir því að fella öspina vegna skuggamyndunar og svo að lagfæra gangstétt og endurbæta útirými við Súfistann.

Ráðið tekur jákvætt í að Súfistinn leggist í endurgerð eða lagfæringar á umhverfi kaffihússins svo framarlega sem fyrirtækið standi straum af öllum kostnaði og framkvæmdirnar verði unnar í samráði við Umhverfis- og framkvæmdasvið bæjarins.

Ráðinu þykir hinsvegar ekki ástæða til þess að fella Alaskaöspina. Þessu til rökstuðnings vísar ráðið á umsögn garðyrkjustjóra Hafnarfjarðar og arkitekta á skipulagssviði, þar sem meðal annars kemur fram að ekki sé talið ráðlegt að draga úr skjólmyndun á þessu svæði við Strandgötuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×