Innlent

Kannski næst stærstu eldarnir

BBI skrifar
Mynd/Hafþór Gunnarsson
Sinubruninn í Laugardal við Ísafjarðardjúp er annar eða þriðji stærsti jarðeldur sem vitað er til að hafi orðið á Íslandi. Talið er að um tíu hektarar hafi brunnið nú í Laugardal.

Í samtali við Ríkisútvarpið segir Hafdís Sturlaugsdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Vestfjarða, að bruninn sé svipaður að stærð og sinubruninn í Mosfellsdal árið 2010. Hins vegar voru Mýrareldarnir árið 2006 stærstu eldar sem vitað er um en þá brann land á 67 ferkílómetra svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×