Innlent

Besta bláberjaspretta í áratugi

Bláber.
Bláber.
Víða um vestanvert landi er berjaspretta einstaklega góð og jafnvel sú mesta í áratugi samkvæmt fréttavefnum Skessuhorni. Þar kemur fram að bláber hafi blómgast snemma í sumar og þroskast vel í hlýju og sólríku sumri. Eins er töluvert um krækiber en ekki eins góð spretta á þeim og bláberjunum. Sömu sögu er að segja af aðalbláberjum sem finnast á nokkrum stöðum einkum inn til landsins á Vesturlandi en í miklum mæli á Barðaströnd og um alla Vestfirði.

Bláber eru í flokki svokallaðrar ofurfæðu, hafa ríkt næringargildi og full af andoxunarefnum sem m.a. draga úr öldrun. Það er því ástæða til að hvetja fólk til að nýta sér þessa jarðarafurð sem nóg er af fyrir alla Íslendinga sem nenna á berjamó, og fleiri til ef því er að skipta. Athygli er vakin á því að þar sem bláberin þroskuðust óvenju snemma í ár þá er sumstaðar stutt í að þau ofþroskist á lynginu, verði mjúk og springi við minnstu snertingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×