Fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar verður verkefnastjóri ÞSÍ 15. ágúst 2012 15:28 Guðmundur Rúnar Árnason. Guðmundur Rúnar Árnason forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og fyrrverandi bæjarstjóri hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands samkvæmt tilkynningu frá stofnunni. Þar segir Guðmundur Rúnar meðal annars: „Það má segja að hér sé gamall draumur okkar hjóna að rætast. Við ræddum það oft á námsárunum að það væri örugglega gefandi og krefjandi að sinna störfum af þessu tagi og ég er viss um að menntun, starfsreynsla og lífsreynsla eiga eftir að nýtast vel við þau krefjandi verkefni sem framundan eru. Þegar starfið var auglýst síðastliðið vor dró það strax að sér athygli okkar. Ég er mjög spenntur og það á við um alla fjölskylduna." Guðmundur Rúnar heldur til Malaví ásamt fjölskyldu sinni í næsta mánuði. Meginverkefni hans verður að styðja við héraðsstjórn Mangochi héraðs í suðurhluta Malaví þar sem Þróunarsamvinnustofnun styrkir héraðið í lýðheilsu, vatns- og menntamálum, auk stjórnsýslu. Guðmundur Rúnar er fæddur 1958, sonur Ágústu Haraldsdóttur og Árna Guðmundssonar. Hann er kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur, félagsfræðingi. Með þeim til Malaví fara yngstu dæturnar tvær, Ágústa Mithila 13 ára og Þórdís Timila, 11 ára. Guðmundur Rúnar lauk stúdentsprófi frá Flensborg 1978 og BA-prófi í stjórnmálafræði frá HÍ árið 1985. Ári síðar lauk Guðmundur Rúnar meistaraprófi í stjórnmálafræði frá London School of Economics og doktorsprófi frá sama skóla vorið 1991. Guðmundur hefur stundað háskólakennslu og rannsóknir í félagsvísindum. Hann var ritstjóri Vinnunnar og upplýsingafulltrúi ASÍ í áratug. Þá var hann varabæjarfulltrúi kjörtímabilið 1998-2002 og bæjarfulltrúi síðan. Hann hefur m.a. setið í fjölmörgum nefndum og gegndi starfi bæjarstjóra í Hafnarfirði á árunum 2010 til 2012. Capacent Gallup sá um ráðningarferlið. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Guðmundur Rúnar Árnason forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og fyrrverandi bæjarstjóri hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands samkvæmt tilkynningu frá stofnunni. Þar segir Guðmundur Rúnar meðal annars: „Það má segja að hér sé gamall draumur okkar hjóna að rætast. Við ræddum það oft á námsárunum að það væri örugglega gefandi og krefjandi að sinna störfum af þessu tagi og ég er viss um að menntun, starfsreynsla og lífsreynsla eiga eftir að nýtast vel við þau krefjandi verkefni sem framundan eru. Þegar starfið var auglýst síðastliðið vor dró það strax að sér athygli okkar. Ég er mjög spenntur og það á við um alla fjölskylduna." Guðmundur Rúnar heldur til Malaví ásamt fjölskyldu sinni í næsta mánuði. Meginverkefni hans verður að styðja við héraðsstjórn Mangochi héraðs í suðurhluta Malaví þar sem Þróunarsamvinnustofnun styrkir héraðið í lýðheilsu, vatns- og menntamálum, auk stjórnsýslu. Guðmundur Rúnar er fæddur 1958, sonur Ágústu Haraldsdóttur og Árna Guðmundssonar. Hann er kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur, félagsfræðingi. Með þeim til Malaví fara yngstu dæturnar tvær, Ágústa Mithila 13 ára og Þórdís Timila, 11 ára. Guðmundur Rúnar lauk stúdentsprófi frá Flensborg 1978 og BA-prófi í stjórnmálafræði frá HÍ árið 1985. Ári síðar lauk Guðmundur Rúnar meistaraprófi í stjórnmálafræði frá London School of Economics og doktorsprófi frá sama skóla vorið 1991. Guðmundur hefur stundað háskólakennslu og rannsóknir í félagsvísindum. Hann var ritstjóri Vinnunnar og upplýsingafulltrúi ASÍ í áratug. Þá var hann varabæjarfulltrúi kjörtímabilið 1998-2002 og bæjarfulltrúi síðan. Hann hefur m.a. setið í fjölmörgum nefndum og gegndi starfi bæjarstjóra í Hafnarfirði á árunum 2010 til 2012. Capacent Gallup sá um ráðningarferlið.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira