Innlent

Farþegar þotunnar verða hér fram á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Farþegar þotunnar sem lenti hér óvænt í morgun vegna sprengjuhótunar munu þurfa að vera hér yfir nótt. Vélin var á leið frá New York til Rússlands.

„Farþegar munu þurfa að vera hér fram á morgundaginn. Það er verið að útvega hótelgistingu og aðstöðu fyrir þá til að vera í þangað til þeir geta haldið för sinni áfram," segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeilda hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við Erlu Hlynsdóttur fréttamann Stöðvar 2 í morgun.

Þegar fréttastofa talaði við hann í morgun sagði hann að unnið væri út frá því að sprengja sé í vélinni. „Við vinnum eftir því að þarna sé sprengja og allar áætlanir okkar ganga allar út frá því," sagði hann. Hann segir að vinna viðbragðsaðila gangi vel. „Við æfðum svona atburð ekki alls fyrir löngu," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×