Innlent

Tveir handteknir vegna sprengjuhótunarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir farþegar í flugvélinni sem lenti óvænt á Íslandi vegna sprengjuhótunnar voru handteknir í tengslum við málið. Þeir verða látnir lausir að loknum yfirheyrslum. Sprengjuleit er lokið í flugvélinni en engin sprengja fannst í vélinni. Vélin var á leið frá New York til Rússlands.

Vél mun koma og sækja farþegana seinna í dag og er áætlað að þeir fari í loftið um hálfsjö. Farþegarnir eru á leið í Leifsstöð, en þeir hafa verið í góðu yfirlæti í flugskýli við Keflavíkurflugvöll þar sem þeir hafa fengið aðstoð frá Rauða krossinum.

Það er lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stýrir rannsókn á málinu í samstarfi við greiningadeild Ríkislögreglustjóra, en bandarískir aðilar munu einnig koma að þeirri rannsókn. „Hótunin er framkvæmd erlendis þannig að bandarísk stjórnvöld verða væntanlega með í því," segir Víðir Reynisson deildarstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×