Innlent

Kristinn Hrafnsson fagnar ákvörðun Ekvador

BBI skrifar
Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir að Ekvador hafi sýnt hugrekki með því að veita Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, pólitískt hæli.

„Ég fagna þessum fréttum og finnst ákvörðunin bera vott um mikla hugdirfsku," segir Kristinn í samtali við norska fréttamiðilinn NRK. Hann segist ánægður með að yfirvöld í Ekvador hafi takið beiðnina alvarlega og farið vandlega yfir málið.

Kristinn segir að ákvörðunin sé sérlega merkileg eftir að yfirvöld í Bretlandi hótuðu að ráðast á sendiráð Ekvador þar sem Assange var í vari. „Hugrekki Ekvador sætir tíðindum," sagði hann. Utanríkisráðherra Ekvador hefur sömuleiðis verið ómyrkur í máli hvað varðar þær hótanir. „Aðgerðir gegn sendiráði okkar í Bretlandi munu hafa alvarlegar afleiðingar," sagði hann.

Assange sendir frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann þakkaði þjóðinni, forsetanum og stjórnvöldum í Ekvador. „Það voru hvorki Bretland né heimaland mitt, Ástralía, sem stóðu upp mér til verndar. Það var hugrökk og sjálfstæð þjóð í Suður-Ameríku," segir hann.




Tengdar fréttir

Assange veitt hæli í Ekvador

Julian Assange, stofnanda upplýsingaveitunnar WikiLeaks, hefur verið veitt hæli í Ekvador. Þetta tilkynnti Ricardo Patino, utanríkisráðherra Ekvador fyrir stuttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×