Innlent

Sex prósent fleiri hlaupa í ár

Koma svo!!
Koma svo!!
Um sex prósent fleiri hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár en í fyrra. Forskráningu lauk í gær og eru 10.358 einstaklingar búnir að skrá sig miðað við 9.788 í fyrra. Um 800 manns ætla að hlaupa maraþon en það er 17% fleiri en luku maraþoni í fyrra. Í hálfmaraþon eru skráðir 1.934 og í 10 kílómetra hlaup eru 4.431 einstaklingar skráðir til leiks. Í báðum þessum vegalengdum eru skráði 4 prósent fleiri en lauku hlaupi í fyrra. Haldið verður blaðamannafundur á morgun þar sem nánar verður farið yfir hlaupið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×