Innlent

Engin samstaða meðal strandveiðisjómanna

Ekkert varð úr samstöðu strandveiðisjómanna um að hefja ekki veiðar úr ágúst kvótanum fyrr en eftir verslunarmannahelgi , til að koma í veg fyrir verðfall á mörkuðum.

Strandveiðibátar flykktust á miðin umhverfis allt land í morgun og skiptu mörgum hundruðum um sex leitið í morgun.

Hugmynd um frestun byggðist á því að nú eru sumarleyfi í fiskiðnaði í hámarki og eftirspurn verður því ef til vill minni en ella, sem getur leitt til verulegrar verðlækkunar á fiskmörkuðum. Þetta er síðasta mánaðartörnin af fjórum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×