Innlent

Mamma Brynjars fagnar sýknudómi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brynjar Mettinison hefur verið sýknaður, að sögn móður hans.
Brynjar Mettinison hefur verið sýknaður, að sögn móður hans.
Brynjar Mettinisson hefur verið sýknaður af ákæru um fíkniefnasmygl. Þetta fullyrðir móðir hans í samtali við DV í dag. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í ár, grunaður um fíkniefnasmygl. Móðir hans segir þó að hann sé ekki laus heldur þurfi Brynjar að bíða í mánuði þar til saksóknarar hafa ákveðið hvort málinu verði áfrýjað eða ekki. „Þetta er mikill léttir og þó að það sé smá skuggi framundan þá er það samt léttir að hann hafi verið sýknaður," segir hún.

Fram kom í Fréttablaðinu í júní í fyrra að Brynjar var sakaður um að hafa útvegað arabískum manni sem hann hafði verið í samskiptum við á netinu burðardýr sem flytja átti einn lítra af metamfetamíni í vökvaformi til Japans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×