Lögreglumenn ættu að vera 700 en ekki 300 Boði Logason skrifar 1. ágúst 2012 12:01 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Alltof langt hefur verið gengið í niðurskurði á löggæslu á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglustjóri. Á svæðinu ættu að vera vel yfir sjö hundruð lögreglumenn en ekki þrjú hundruð, ef við berum okkur saman við frændur okkar Norðmenn. Ársskýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom út í gær en í henni er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi embættisins. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að skorið hafi verið alltof mikið niður hjá embættinu. „Það hefur mikið verið skorið niður hjá lögreglunni, í sjálfu sér eins og hjá öðrum ríkisstofnunum. Ég tel að það hafi verið alltof langt gengið í beinum niðurskurði hjá okkur. Það hefur í sjálfsögðu áhrif á starfsemina," segir Stefán. Hann segir að þrátt fyrir að tekist hafi að halda uppi grunn- og neyðarþjónustu sé ljóst að fækkun starfsmanna hafi haft veruleg áhrif á ýmsa þætti, og að málshraði í málum, sem ekki teljist til brýnustu forgangsmála, sé óviðunandi. „Við höfum ekki getað haldið úti öllu því eftirliti sem við hefðum viljað og teljum vera þörf á. Við reynum eins og kostur er að skera þannig niður að það hafi ekki áhrif á öryggi eða grunnþjónustuna. En við erum komin ansi nálægt þeim mörkum," segir hann.Hvaða mál eru það sem teljast ekki til brýnustu forgangsmála? „Þau mál sem eru í hæstum forgangi eru kynferðisbrot, alvarlega ofbeldisbrot, innbrot á heimili. Það eru mál sem við reynum að taka mjög föstum tökum og hraða rannsókn og málsmeðferð á eins og kostur er. Flest önnur mál fara aftar í forgangsröðina," segir Stefán. Þá segir Stefán mikill munur sé á fjárframlögum til löggæslu í Noregi og Íslandi. „Ég held að það sé mikilvægt að menn velti því fyrir sér í heildarsamhenginu hvar löggæslan á Íslandi er stödd. Ef við berum okkur saman við okkur næstu nágranna, sem eru með mjög svipaða löggjöf og samsetningu á samfélagi í Noregi. Þá ættu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ekki að vera um þrjú hundruð, eins og þeir eru í dag. Þeir ættu að vera vel yfir sjö hundruð - ef við ættum bara að vera á pari hlutfallslega í Osló og nágrenni," segir Stefán. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Alltof langt hefur verið gengið í niðurskurði á löggæslu á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglustjóri. Á svæðinu ættu að vera vel yfir sjö hundruð lögreglumenn en ekki þrjú hundruð, ef við berum okkur saman við frændur okkar Norðmenn. Ársskýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom út í gær en í henni er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi embættisins. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að skorið hafi verið alltof mikið niður hjá embættinu. „Það hefur mikið verið skorið niður hjá lögreglunni, í sjálfu sér eins og hjá öðrum ríkisstofnunum. Ég tel að það hafi verið alltof langt gengið í beinum niðurskurði hjá okkur. Það hefur í sjálfsögðu áhrif á starfsemina," segir Stefán. Hann segir að þrátt fyrir að tekist hafi að halda uppi grunn- og neyðarþjónustu sé ljóst að fækkun starfsmanna hafi haft veruleg áhrif á ýmsa þætti, og að málshraði í málum, sem ekki teljist til brýnustu forgangsmála, sé óviðunandi. „Við höfum ekki getað haldið úti öllu því eftirliti sem við hefðum viljað og teljum vera þörf á. Við reynum eins og kostur er að skera þannig niður að það hafi ekki áhrif á öryggi eða grunnþjónustuna. En við erum komin ansi nálægt þeim mörkum," segir hann.Hvaða mál eru það sem teljast ekki til brýnustu forgangsmála? „Þau mál sem eru í hæstum forgangi eru kynferðisbrot, alvarlega ofbeldisbrot, innbrot á heimili. Það eru mál sem við reynum að taka mjög föstum tökum og hraða rannsókn og málsmeðferð á eins og kostur er. Flest önnur mál fara aftar í forgangsröðina," segir Stefán. Þá segir Stefán mikill munur sé á fjárframlögum til löggæslu í Noregi og Íslandi. „Ég held að það sé mikilvægt að menn velti því fyrir sér í heildarsamhenginu hvar löggæslan á Íslandi er stödd. Ef við berum okkur saman við okkur næstu nágranna, sem eru með mjög svipaða löggjöf og samsetningu á samfélagi í Noregi. Þá ættu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ekki að vera um þrjú hundruð, eins og þeir eru í dag. Þeir ættu að vera vel yfir sjö hundruð - ef við ættum bara að vera á pari hlutfallslega í Osló og nágrenni," segir Stefán.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira