Innlent

Hópslagsmál í Vestmannaeyjum í nótt

Hópslagsmál brutust út í Vestmannaeyjabæ um fjögur leitið í nótt, eftir að karlmaður réðst á unga konu og veitti henni áverka.

Þegar lögregla kom á vettvang höfðu þó nokkrir blandast í átökin og lauk uppákomunni með því að nokkrir voru handteknir og settir í steininn, en konan var flutt á sjúkrahúsið til aðhlynningar.

Fleiri þurftu að leita þangað í nótt vegna áverka eftir óhöpp eða átök hér og þar, en engin mun hafa meiðst alvarlega.

Að sögn lögreglu var einhver spenna og pirringur í fólkinu, undir skínandi fullu tunglinu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×