Innlent

Stöðvuðu 17 ára stúlku á 146 km hraða

Selfosslögreglan stöðvaði 17 ára stúlku á Eyrarbakkaveginum seint í gærkvöldi eftir að bíll hennar hafði mælst á 146 kílómetra hraða.

Hún mun að líkindum missa nýfengið ökuskírteinið í tvo mánuði og þurfa að greiða 130 þúsund krónur í sekt.

Allt var hinsvegar með kyrrum kjörum á mótsvæði unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi, en þar er orðið mikið fjölmenni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×